Gengur með sitt annað barn og missir af HM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kari Brattset (Attila KISBENEDEK / AFP)

Norska landsliðskonan, Kari Brattset Dale á von á sínu öðru barni í mars á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum sínum fyrir helgi.

Kari Brattset er leikmaður Evrópumeistara Gyori í Ungverjalandi en hún hefur leikið með félaginu frá árinu 2018.

Handboltasérfræðingurinn Lars Rasmussen segist í samtali við Europamaster.dk hræðast það að vörn Noregs verði mun veikari án Brattset sem er einn öflugasti varnarmaður í heimi. En á sama tíma samgleðst hann norsku landsliðskonunni og hennar fjölskyldu.

Brattset sem er 34 ára segir í tilkynningu sinni að hún stefni á endurkomu í boltann fyrr en síðar.

,,Fyrir Noreg þýðir það náttúrulega að þeir missa lykilmann á línunni. Kari er ekki aðeins líkamlega sterk og tæknilega örugg því hún er líka taktískur leiðtogi og ómissandi hluti í vörninni. Án hennar verður landsliðsþjálfarinn að endurbyggja bæði varnarbygginguna og sóknarleikinn, og það er ekki lítið mál að skipta henni út," sagði Rasmussen.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top