Ásrún Inga með slitið krossband
Baldur Þorgilsson)

Ásrún Inga Arnarsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Unglingalandsliðskonan og leikmaður Vals, Ásrún Inga Arnarsdóttir er með slitið krossband og leikur ekkert með liði Vals í Olís-deild kvenna á þessu tímabili. Þetta staðfesti Anton Rúnarsson þjálfari Vals við Handkastið í vikunni.

Ásrún Inga sleit krossband í æfingaleik gegn Stjörnunni á undirbúningstímabilinu en nú er það orðið staðfest að um slitið krossband er að ræða.

Þetta er mikið áfall bæði fyrir Val og ekki síst Ásrúnu sem hefði fengið stærra hlutverk í vetur í liði Vals vegna brotthvarfs Hildigunnar Einarsdóttur í miðblokkinni hjá Val.

Ásrún Inga er yngri systir landsliðsmannsins, Arnars Freys Arnarssonar en hún lék með 2006 landsliðinu á EM í Svartfjallalandi í sumar.

Handkastið sendir batakveðjur á Ásrúnu og vonast til að sjá hana aftur á vellinum sem fyrst.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top