Ída Margrét Stefánsdóttir ((Eyjólfur Garðarsson)
Ída Margrét Stefánsdóttir var hetjan í naumum sigri Gróttu stúlkna á Víking í Safamýri nú í kvöld. Skoraði hún sigurmarkið þegar 9 sekúndur lifðu leiks með góðu uppstökki fyrir utan. Lokatölur 22-23 fyrir Gróttu eftir að staðan hafði verið 9-12 í hálfleik fyrir Gróttu. Gróttu stelpur byrjuðu betur og leiddu lengst af. Síðustu 20 mínúturnar var þó að mestu leikurinn í járnum. Hjá Gróttu voru Ída Margrét og Katrín Arna markahæstar með 6 mörk og varði Andrea í marki þeirra 7 skot. Hjá Víking voru það Auður Brynja og Valgerður Elín báðar með 6 mörk og Klaudia Kontras varði 12 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.