Ída Margrét með sigurmark í sigri Gróttu í Safamýri
(Eyjólfur Garðarsson)

Ída Margrét Stefánsdóttir ((Eyjólfur Garðarsson)

Ída Margrét Stefánsdóttir var hetjan í naumum sigri Gróttu stúlkna á Víking í Safamýri nú í kvöld.

Skoraði hún sigurmarkið þegar 9 sekúndur lifðu leiks með góðu uppstökki fyrir utan. Lokatölur 22-23 fyrir Gróttu eftir að staðan hafði verið 9-12 í hálfleik fyrir Gróttu.

Gróttu stelpur byrjuðu betur og leiddu lengst af. Síðustu 20 mínúturnar var þó að mestu leikurinn í járnum.

Hjá Gróttu voru Ída Margrét og Katrín Arna markahæstar með 6 mörk og varði Andrea í marki þeirra 7 skot.

Hjá Víking voru það Auður Brynja og Valgerður Elín báðar með 6 mörk og Klaudia Kontras varði 12 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top