Torfi Geir tekið miklum framförum á stuttum tíma
Kristinn Steinn Traustason)

Fram tekur á móti Þór í dag. (Kristinn Steinn Traustason)

Fram tekur á móti nýliðum Þórs í lokaleik 2.umferðar í Olís-deild karla í dag í Úlfarsárdalnum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í Handboltapassanum.

Bæði lið byrjuðu mótið á sigri en Framarar fóru í Hafnarfjörðinn og unnu deildarmeistara FH nokkuð sannfærandi 29-25 á meðan Þór tók á móti ÍR og gerðu slíkt hið sama og unnu nokkuð sannfærandi sigur 29-23.

Einar Jónsson þjálfari Fram var spurður í viðtali við Handkastið eftir leik liðsins gegn FH um Torfa Geir Halldórsson sem byrjaði aftur í handbolta í sumar eftir að hafa hætt í miðjum heimsfaraldri og sneri sér að knattspyrnu iðkun.

Torfi Geir er fæddur árið 2004 og er sonur Halldórs Jóhanns Sigfússonar þjálfara HK.

,,Það er hellingur sem hann á eftir að læra en hann er íþróttamaður og ég er hrikalega ánægður með hann. Hann er með flott hugarfar og hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma. Hann hefur fengið aðeins stærra hlutverk í upphafi en við ætluðum honum en Magnús Öder er meiddur. Hugmyndin er að gera hann að minnsta kosti alvöru varnarmanni og hann verður það ekki nema að hann spili einhverjar mínútur. Ef það er ekki núna í upphafi móts þá verður það líklega aldrei. Við erum bara að þróa okkur áfram," sagði Einar Jónsson í viðtali við Handkastið eftir sigurinn á FH í síðustu viku.

Handkastið greindi frá því í vikunni að Magnús Öder væri meiddur og myndi ekki spila leikinn í dag en hann gerir ráð fyrir því að vera klár í leikinn gegn Selfossi næstu helgi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top