Meistaradeild kvenna: Úrslitin í 2.umferð
Attila KISBENEDEK / AFP)

Henny Reistad (Attila KISBENEDEK / AFP)

Önnur umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina gríðarleg spenna var í þremur af fjórum leikjum gærdagsins. Ekki var sama upp á teningnum í dag en það sem er sennilega hvað fréttnæmast er að Buducnost skoraði einungis 14 mörk gegn Storhamar í Noregi í dag.

Stórleikur helgarinnar var leikur GYOR og Esbjerg en þessi lið mættust í undanúrslitum á síðustu leiktíð þar sem GYOR hafði betur með einu marki.

Sama var upp á teningnum um helgina en GYOR hafði betur 31-30 á heimavelli.

A-riðill:

DVSC Schaeffler - Bistrita 33-34
Hjá heimakonum var Alicia Toublanc markahæst með ellefu mörk en sænska landsliðskonan, Kristin Thorleifsdottir kom næst með sex mörk.

Hjá Bistrita var Asuka Fujita markahæst með níu mörk ásamt Larissa Nusser.

GYOR - Esbjerg 31-30
Dione Housheer var markahæst GYOR með tólf mörk en Bruna Almeid kom næst með fjögur mörk.

Henny Reistad var markahæst Esbjerg með tíu mörk og Tabea Schmid kom næst með sjö mörk.

Metz - Dortmund 38-29
Hjá Metz car Lucie Granier markahæst með sjö mörk og Léna Grandveau kom næst með sex mörk.

Alicia Langer var markahæst hjá Dortmund með sjö mörk og Déborah Lassource kom næst með sex mörk.

Storhamar - Buducnost 25-14
Anikken Obaidli var markahæst í liði Storhamar með sex mörk.

Í liði Buducnost sem skoraði einungis fjórtán mörk í leiknum var Jelene Vukcevic markahæst með fimm mörk.

B-riðill:

Sola - Brest 24-26
Camilla Herrem var markahæst hjá Sola með sex mörk ásamt Malin Holta og Piu Gronstad.

Hjá Brest voru þær Annika Lott, Onacia Ondono og Pauline Coatanea allar með fimm mörk.

Krim - Podravka 22-27
Tamara Horacek og Tamara Mavsar voru markahæstar í liði Krim með sex mörk hvor.

Hjá Podravka var Katarina Pandza markahæst með tíu mörk og Matea Pletikosic kom næst með sex mörk.

CSM Bucuresti - Ferencvaros 31-28
Elizabeth Omoregie var markahæst í liði heimakvenna með átta mörk.

Emily Bölk var markhæst ungverska liðsins með sjö mörk.

Odense - Ikast Handbold 35-28
Helene Fauske var markahæst í liði Odense með sjö mörk.

Julie Scaglione var mrakahæst gestanna frá Danmörku með sex mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top