Dómararnir fengu lögreglu fylgd í Herjólf – Hótað lífláti
Eyjólfur Garðarsson)

Hörður Ísafjörður (Eyjólfur Garðarsson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins þurftu bæði dómarar leiks ÍBV 2 og Harðar sem og lið Harðar að fá lögreglufylgd í Herjólf úr Íþróttamiðstöðunni í Vestmannaeyjum eftir leik liðanna í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins.

Mikill hiti var allan leikinn í leikmönnum beggja liða og spennustigið hátt. Það fór síðan allt á hliðina þegar mínúta var eftir af leiknum og svo aftur eftir að leik lauk.

Samkvæmt heimildum Handkastsins óskaði dómarapar leiksins þeir, Árni Þór Þorvaldsson og Gherman Bogdan eftir lögreglunni að leik loknum. Heimildarmaður tjáði Handkastinu að lögreglan hafi fylgt dómurunum inn í Herjólf þar sem þeir voru settir í lokaðan klefa upp í brú.

Þá hefur Handkastið heyrt af því að þjálfari Harðar, Portúgalinn Pedro Nunes hafi hótað dómurunum lífláti. Handkastið tekur það fram að það hefur ekki fengið þessi orð þjálfarans staðfestan.

Pedro Nunes fékk rautt spjald undir lok leiks eftir að dómarar leiksins höfðu ákveðið að dæma sóknarbrot á Hörð löngu eftir að Nunes hafi tekið leikhlé.

Í kjölfarið varð allt vitlaust.

Þá fékk Handkastið veður af því að lið Harðar hafi einnig fengið lögreglufylgd í Herjólf eftir leik.

Handkastið hefur fjallað ítarlega um málið en hægt er að lesa umfjöllun um leikinn og málsatvik undir lok leiksins hér.

Hér má síðan sjá myndskeið af loka mínútu leiksins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top