Riddararnir hvítu sýndu mátt sinn og megin á Hlíðarenda
IHF)

Sigurjón Bragi atlason (IHF)

Valur 2 fengu Hvíta Riddarann í heimsókn á Hlíðarenda í dag.

Leikurinn var tiltölulega jafn til að byrja með en eftir rúmlega 20 mínútna leik náðu Riddararnir 5 marka forskoti og héldu því forskoti inn í hálfleikinn en staðan í hálfleik var 12-17.

Mestur fór munurinn í 7 mörk en Valsmenn voru ekki af baki dottnir og náðu um tíma að narta vel í hælana á Riddurunum en komust ekki nær en svo að lokatölur urðu 28-30.

Sigurjón Bragi Atlason var með frábæran leik í marki H/R og klukkaði 18 bolta. 10 leikmenn náðu að skora hjá þeim en örfhenta skyttan Brynjar Búi reyndist vera atkvæðamestur með 6 mörk.

Hjá Val 2 voru það Bjarki Snorrason og Logi Finnsson sem báðir skoruðu 6 mörk og Jens Sigurðarson varði 13 skot.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top