Sigurjón Bragi atlason (IHF)
Valur 2 fengu Hvíta Riddarann í heimsókn á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var tiltölulega jafn til að byrja með en eftir rúmlega 20 mínútna leik náðu Riddararnir 5 marka forskoti og héldu því forskoti inn í hálfleikinn en staðan í hálfleik var 12-17. Mestur fór munurinn í 7 mörk en Valsmenn voru ekki af baki dottnir og náðu um tíma að narta vel í hælana á Riddurunum en komust ekki nær en svo að lokatölur urðu 28-30. Sigurjón Bragi Atlason var með frábæran leik í marki H/R og klukkaði 18 bolta. 10 leikmenn náðu að skora hjá þeim en örfhenta skyttan Brynjar Búi reyndist vera atkvæðamestur með 6 mörk. Hjá Val 2 voru það Bjarki Snorrason og Logi Finnsson sem báðir skoruðu 6 mörk og Jens Sigurðarson varði 13 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.