Kári Kvaran skoraði fjögur mörk. (Sævar Jónasson)
Grótta heldur áfram á sigurbraut í Grill66-deild karla með sigri á Selfossi 2 á heimavelli í kvöld 51-27 en þetta var lokaleikur 3.umferðarinnar. Staðan í hálfleik var 29-16 fyrir heimamönnum sem léku við hvern sinn fingur og raðaði inn mörkunum. Grótta breytti stöðunni úr 7-4 í 21-8 á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Þriðji sigur Gróttu staðreynd en þetta var fyrsta tap Selfoss 2 í deildinni. Framundan er stórleikur í Grill66-deildinni er Víkingur og Grótta mætast í Safamýrinni á föstudagskvöldið klukkan 19:00. Tómas Bragi Starrason var markahæstur í liði Gróttu með átta mörk en Bessi Teitsson og Sæþór Atlason komu næstir með sex mörk. Kári Kvaran skoraði fimm mörk og aðrir minna en allir útileikmenn Gróttu skoruðu í leiknum. Hannes Pétur Hauksson fór á kostum í markinu og varði 19 skot og Þórður Magnús Árnason fjögur. Hjá Selfossi 2 var Skarphéðinn Steinn Sveinsson og Hákon Garri Gestsson markahæstir með átta mörk hvor.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.