Skráning er hafin. ((Baldur Þorgilsson)
Handboltaskóli Framtíðarinnar heldur fyrsta helgarnámskeið sitt á nýju tímabili helgina 3.-5. október fyrir stráka og stelpur fædd árið 2012. Fer námskeiðið fram bæði í Garðabæ og á Seltjarnarnesi en þrjár æfingar fara fram á námskeiðinu. Um er að ræða annað tímabil Handboltaskóla Framtíðarinnar sem hóf göngu sína sumarið 2024. ,,Markmið Handboltaskóla Framtíðarinnar er að gefa einstaklingum tækifæri til að æfa aukalega undir handleiðslu reynslu mikla þjálfara í litlum hópum. Unnið verður í því að bæta tæknilega getu leikmanna bæði varnar og sóknarlega. Auk þess verður sérhæfð markmannsþjálfun fyrir markmenn. Takmarkaður fjöldi kemst að í hvern hóp til að tryggja gæði þjálfunar." ,,Á æfingunum fá allir leikmenn verkefni við hæfi og við leggjum áherslu á að skapa jákvætt og hvetjandi andrúmsloft. Áhersla á æfingum verður að bæta leikskilning leikmanna með ákvörðunartökum og samvinnu. Farið verður í grunnatriði í sendingum og skotum auk þess sem mikil áhersla verður að bæta varnarkunnáttu hvers og eins," segir í auglýsingunni frá Handboltaskóla Framtíðarinnar. Skráning á námskeiðið fer fram hér.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.