Norðurlöndin: Meisturunum skellt á jörðina í fyrstu umferð sænsku kvennadeildarinnar
KERSTIN JOENSSON / AFP)

Elín Klara var frábær í kvöld (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Efsta deild kvenna í Svíþjóð hófst í kvöld með heillri umferð en þar fór fram meðal annars ein Íslendingaslagur þegar meistararnir í Skara mættu Sävehof á útivelli.

Skemmst er frá því að segja að meistararnir áttu aldrei séns í kvöld og má segja að Sävehof hafi sýnt að þær eru til alls líklegar í ár að hirða titilinn af Skara. Lokatölur leiksins urðu 40-23 fyrir heimaliðið en staðan í hálfleik var 19-10. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir gestina og bætti við þremur stoðsendingum á meðan Lena Margrét Valdimarsdóttir lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Skara en átti erfitt uppdráttar í kvöld eins og margar í liði gestanna, hún skoraði ekki úr þremur skotum en náði þó að gefa fimm stoðsendingar.

Elín Klara Þorkelsdóttir átti frábæran leik fyrir Sävehof, einnig í sínum fyrsta deildarleik fyrir liðið. Hún skoraði níu mörk úr níu skotum þar af þrjú mörk úr þremur vítum sem þýðir að hún nýtti öll sín skot og bætti einnig við þremur stoðsendingum og ef marka má sænska miðla var hún besti leikmaður Sävehof í kvöld ásamt markverði liðsins sem átti frábæran leik einnig.

Annað Íslendingalið í deildinni er Kristianstad en með liðinu leikur Berta Rut Harðardóttir, hún og hennar liðsfélagar gerðu jafntefli í hörkuleik við Aranäs, 27-27. Berta átti fínan leik fyrir liðið en hún endaði með fjögur mörk úr fimm skotum.

Önnur úrslit úr fyrstu umferðinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Það var einnig spilað í danska bikarnum, Santander Cup í kvöld en Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg unnu þá þægilegan og öruggan sigur á útivelli gegn Grindsted, 20-30. Kristján Örn átti flottan leik fyrir Skanderborg og skoraði sex mörk úr sjö skotum og bætti við tveimur stoðsendingum.

Að lokum var einn leikur í norsku deildinni þar sem Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum unnu nauman sigur á Runar í hörkuleik, 35-34 en Tryggvi kom ekki við sögu í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Svíþjóð:

Kristianstad 27-27 Aranäs

Sävehof 40-23 Skara

Skuru 26-24 Skövde HF

Önnereds HK 33-28 Höörs HK

IF Hallby HK 20-25 Kungälvs HK

VästeråsIrsta HF 26-25 Boden Handboll IF

Noregur:

Elverum 35-34 Runar

Danmörk:

Grindsted 20-30 Skanderborg

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top