Stymmi spáir í spilin: 3. umferð Olís deild kvenna

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 3.umferð fari í Olís deild kvenna.

Selfoss – KA/Þór (Miðvikudagur 18:30)  /  Sigurvegari: KA/Þór

Nýliðar KA/Þór á toppi deildarinnar með fullt hús stiga meðan Selfoss er stigalaust. Selfoss hefur sýnt góða spretti í upphafi tímabils en hafa ekki náð að halda út heilan leik. Ég held að KA/Þór muni halda uppteknum hætti og vinna sinn fyrsta útleik í vetur. Coolbet bjóða upp á stuðulinn 2.40 á sigur KA/Þórs.

ÍR– Valur (Miðvikudagur 19:30)  /  Sigurvegari: Valur

ÍR er líkt og KA/Þór á toppi deildarinnar með fullt hús stiga meðan Valur tapaði gegn Haukum í síðustu umferð. Sögusagnir af Hlíðarenda eru að Thea og Lilja séu byrjarðar að æfa aftur og það munar mikið um þær fyrir Val. Þessi leikur mun vera jafn og spennandi en ég tel að Valur muni hafa þetta að lokum.

ÍBV– Stjarnan (Laugardagur 13:30)  /  Sigurvegari: ÍBV

ÍBV voru stórkostlegar á heimavelli í 1.umferð gegn Fram meðan Stjarnan á ennþá eftir að fá stig í deildinni í vetur. Biðin hjá Stjörnustelpunum mun vera eitthvað lengri eftir fyrsta stiginu því Sandra Erlings og Birna Berg munu eiga stórleik og vera lykillinn að sigri ÍBV.

Haukar – Fram (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: Haukar

Stórleikur umferðarinnar. Bæði lið töpuðu í 1.umferð en náðu að hefna fyrir þig það í 2.umferð og koma því með sigur á bakinu inn í þennan leik. Ég tel að Haukar séu hátt uppi eftir sigurinn á Val og fari því með sigur af hólmi í þessum leik.

2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top