Ristarspyrna Einars Jóns reyndist dýrkeypt og hverjir eru þessir menn?

Handkastið Podcast (

Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum, bæði hér heima og erlendis.

Frammarar eru að glíma við gífurlega mikil meiðsli í leikmannahóp sínum og evrópukeppnin er handan við hornið.

Darri Aronsson er mættur aftur á parketið eftir rúmlega 1.000 daga fjarveru frá handbolta.

ÍR-ingar verða að fara að byrja leikina ef þetta á ekki að enda illa hjá þeim.

Valskonur jarðtengdu ÍR stelpur eftir góða byrjun á tímabilinu og nýliðar KA/Þór eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga.

Nóg af handbolta um helgina bæði hérlendis og erlendis.

Séffinn setti strákana í próf um hversu vel þeir þekktu leikmennina í Olís deildinni.

Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top