Stymmi spáir í spilin: 4. umferð efstu deild kvenna

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í efstu deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 4.umferð fari í efstu deild kvenna.

ÍBV– Selfoss (Miðvikudagur 18:30)  /  Sigurvegari: ÍBV

ÍBV hefur náð í sigra sína á heimavelli í vetur meðan Selfoss eru ennþá stigalausar og í miðju Evrópuverkefni. Ölduspáin er ekki glæsileg fyrir morgundaginn svo ferðalagið gæti reynst Selfoss erfitt. Ég spái þægilegum sigri ÍBV þarna í slagnum um suðurlandið. Coolbet er að bjóða upp á 3 marka sigur ÍBV á 1.90 í stuðul

Stjarnan– Valur (Miðvikudagur 19:30)  /  Sigurvegari: Valur

Valskonur virtust finna mojo-ið sitt í síðasta leik gegn ÍR meðan Stjarnan eru stigalausar á botni deildarinnar. Valur unnu góðan sigur í Evrópukeppninni um helgina og gætu verið að rótera vel fyrir seinni leikinn sem fram fer um helgina. Hópurinn hjá Val er það sterkur að það mun ekki koma að sök og þær munu vinna Stjörnuna sem sýndu þó fína takta gegn ÍBV í síðustu umferð.

Fram– ÍR (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: Fram

Fram eru eflaust hundsvekktar með að hafa misst leikinn gegn Haukum niður í jafntefli. ÍR var skellt á jörðina í síðustu viku þegar Valur kom í heimsókn í Skógarselið. Halli Þorvarðar er að smíða skemmtilegt lið hjá Fram sem munu hafa betur í þessum leik. ÍR mun þá laga það sem klikkaði gegn Val og gefa Fram mun meiri leik.

KA/Þór – Haukar (Laugardagur 18:00)  /  Sigurvegari: Haukar

Spútnik lið deildinnar KA/Þór fá Hauka í heimsókn til sín í lokaleik umferðinnar. KA/Þór sitja á toppi deildinnar með fullt hús sem verður að teljast gott af nýliðum í deildinni. Haukar urðu fyrir áfalli í síðustu viku þegar Rut Jónsdóttir tilkynnti að hún væri ólétt. Þetta verður virkilega erfiður leikur fyrir Hauka en þær munu fara heim í bæinn með 2 stig á endanum.

3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top