Tinna Sigurrós Traustadóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Stjarnan tekur á móti Val í seinni leik kvöldsins í 4.umferð efstu deildar kvenna klukkan 19:30 í Heklu-höllinni í Garðabæ. Fyrri leikur kvöldsins verður Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum klukkan 18:30. Stjarnan er án stiga í efstu deildinni og hafa verið án Tinnu Sigurrósar Traustadóttur í síðustu tveimur leikjum. Tinna lék gegn KA/Þór í 1.umferðinni og skoraði þar þrjú mörk en hefur ekki verið í leikmannahópi Stjörnunnar í síðustu tveimur leikjum gegn ÍR og ÍBV. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar staðfesti í samtali við Handkastið að Tinna væri að glíma við bakmeiðsli sem hafa haldið henni frá handboltavellinum síðustu vikur. ,,Hún er á réttri leið og er að ná sér af bakmeiðslunum. Ég get hinsvegar ekki sagt til um það nákvæmlega hvenær hún getur spilað en vonandi sem fyrst," sagði Patrekur í samtali við Handkastið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.