Fyrsta jafntefli vetrarins í Höllinni á Akureyri
Egill Bjarni Friðjónsson)

Nikola Radovanovic (Egill Bjarni Friðjónsson)

Fyrsti leikur í 5.umferð efstu deildar karla er búinn en það er leikur Þórs og Stjörnunnar sem lauk með 34-34 jafntefli.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og leiddi allan fyrri hálfleikinn en það er óhætt að segja að það hafi verið lítið um markvörslu í fyrri hálfleik og var Stjarnan 17-19 í hálfleik.

Þórsarar komu sterki inn í seinni hálfleik og náðu forustu um miðbik hálfleiksins og leiddu til að mynda 31-27 þegar um 10 mínútur voru eftir.

Þá skoruðu Stjarnan 6 mörk í röð og breyttu stöðunni úr 31-33 og virtust ætla að sigla þessu heim. Þórsarar náðu þó að jafna leikinn í 34-34 þegar um mínúta var eftir.

Stjörnumenn tóku þá leikhlé og fóru í 7 á 6 en markvörður Stjörnunnar Baldur Ingi Pétursson gleymdi sér og fór í markið og þar með voru Stjörnumenn of margir inná og boltinn dæmdur af þeim. Þórsarar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og það var svo Hans Jörgen leikmaður Stjörnunnar sem átti lokaskot út aukakasti til að vinna leikinn en tókst ekki að koma boltanum framhjá veggnum og jafntefli því niðurstaðan í þessum æsispennandi leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top