Fá nýjan samning 12 dögum fyrir leik gegn Íslandi
Færeyska handknattleikssambandið)

Claus Leth Mogensen - Simon Olsen (Færeyska handknattleikssambandið)

Claus Leth Mogensen og Simon Olsen þjálfarar færeyska kvennalandsliðsins hafa framlengt samningi sínum við færeyska sambandið til 1.janúar 2028. Þeir tóku við kvennaliðinu árið 2023.

Þetta þýðir að Claus Leth Mogensen, aðalþjálfari, og Simon Olsen, aðstoðarþjálfari, munu áfram leiða kvennalandsliðið í næstu tveimur undankeppnum og mögulegum lokamótum – EM 2026 og HM 2027.

Færeyska liðið er í riðli með íslenska landsliðinu í forkeppni EM 2026 og mætir í Lambhagahöllina miðvikudaginn 15.október næstkomandi.

Mark Lausen-Marcher, íþróttastjóri hjá Handknattleikssambandi Færeyja (HSF), segir í yfirlýsingu að framþróunin og árangurinn hjá kvennalandsliðinu undir stjórn Claus hafi verið mjög góður.

„Þeir leiddu færeyska kvennalandsliðið á EM lokamótið í Sviss 2024 og nú á HM lokamótið 2025 í Þýskalandi. Sífellt fleiri leikmenn spila á hærra stigi og áhuginn á landsliðinu og leikmönnum hefur aukist verulega síðustu ár. Framundan eru spennandi áskoranir hjá Claus og Simon með landsliðið. Undankeppni EM hefst aftur í október og í kjölfarið fer HM lokamótið fram í nóvember og desember," segir Lausen-Marcher.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top