Ísrael fær ekki að spila á heimavelli gegn Spáni
UWE ANSPACH / AFP)

Israel - Germany (UWE ANSPACH / AFP)

Spænska handknattleikssambandið hefur fengið það í gegn að leika útileik sinn gegn Ísarel í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer árið 2026 ekki í Ísarel.

Spænska handknattleikssambandið hafði neitað að enda kvennalið sitt til Ísaraels en leikurinn átti að fara fram í Tel Aviv í Ísrael 19. október næstkomandi.

Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að verða við beiðni Spánverjanna og hefur ákveðið að leikurinn fari fram í Bratislava í Slóvakíu.

Spánverjar eru í riðli auk Ísraels með Grikkjum og Austrríki í undankeppninni fyrir EM. 

Ekki er enn komið í ljós hvar heimaleikir Ísraels gegn Grikklandi og Austurríki fara fram en það er sennilega ekki ólíklegt að þeir leikir fari einnig fram utan Ísraels en þeir leikir fara fram í mars og apríl á næsta ári.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top