Spiluðu með ólöglegan leikmann og dæmdur ósigur
Raggi Óla)

wAfturelding (Raggi Óla)

Kvennalið Aftureldingar í Grill66-deildinni hefur verið dæmdur ósigur þrátt fyrir að hafa unnið Val 2 í síðustu viku . Mótanefnd HSÍ hefur dæmt Aftureldingu ósigur í leiknum þar sem liðið spilaði með ólöglegan leikmenn í tilgreindum leik.

Afturelding vann leikinn nokkuð sannfærandi 33-26 en þetta var eini sigur liðsins á tímabilinu til þessa en liðið tapaði í umspili um laust sæti í Olís-deildinni á síðustu leiktíð gegn Stjörnunni.

Þessi ósigur reynist liðinu því dýrkeyptur í þeirri baráttu sem liðið er í, í deildinni.

Katrín Hallgrímsdóttir kom við sögu í leiknum en hún var ekki skráð á leikskýrslu leiksins og því ólögleg þátttöku í leiknum.

Valur 2 var því dæmdur 10-0 sigur í leiknum sem kemur þeim upp í 2.sætið í deildinni með sex stig að loknum fjórum umferðum. Lokaleikur 4.umferðar fer fram í kvöld þegar Fjölnir og Fram 2 eigast við.

Afturelding er á botni deildarinnar með eitt stig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top