Handkastið Podcast (
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir allt það helsta frá helginni í handboltanum. Bikarkeppnin er í fullum gangi og ævintýri ÍBV 2 lauk í gær þegar KA menn komu í heimsókn. ÍR unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í gær og eru komnir í 8 liða úrslit. Topp 5 listar voru allsráðandi undir lok þáttar og fengu strákarnir allir sína heimavinnu fyrir þátt. Þetta og svo miklu miklu meira í þætti Handkastsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.