Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 6.umferð fari í Olís deild karla. Selfoss – Stjarnan (Fimmtudagur 18:00) / Sigurvegari: Stjarnan Stjarnan og Selfoss skiptu á heimaleikjum en þessi leikur átti upphaflega að fara fram í Garðabænum. Stjarnan er að koma inn í þennan leik eftir eitthvað óvæntasta tap síðari ára en þeir duttu út úr bikarkeppni HSÍ gegn Grill 66 deildar liði Fjölnis. Selfoss datt einnig út en þeir mættu HK. Ég held að Stjarnan mæti dýrvitlaustir til leiks og náði að kreista fram sigur að lokum í jöfnum leik. FH– Þór (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: FH FH búnir að tapa tveim leikjum í röð í deildinni meðan Þór gerði jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í síðasta leik. Þór heima og í bænum eru tveir ólíkir hlutir. FH munu vinna þennan leik nokkuð þægilega. Coolbet bíður 1.90 í stuðul á 4 marka sigur FH eða meira. Valur – Afturelding (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Afturelding Ég er farinn að trúa! Afturelding er the real deal! Frábær seinni hálfleikur gegn ÍBV í bikarnum á mánudaginn nelgdi mig endanlega á þetta. Valur duttu út í maraþon leik gegn Haukum í vítakeppni. Sá leikur mun sitja í þeim og Afturelding klárar þetta. HK – ÍR (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: HK Bæði lið komust áfram í bikarnum og vilja koma sér almennilega af stað í deildinni. Mér finnst HK vera að ná vopnum sínum og held þeir klári ÍR í hörkuleik í Kórnum. ÍBV – Haukar (Föstudagur 18.4 5) / Sigurvegari: ÍBV Það er alltaf stemmning og barátta þegar þessi lið mætast. Haukarnir hafa verið frábærir í upphafi tímabilsins. ÍBV duttu út úr bikarkeppninni eftir að hafa átt hauskúpu síðari hálfleik gegn Aftureldingu. En það fer enginn til Eyja og fer með auðveld 2 stig heim og ég held að ÍBV verji heimavöllinn sinn og fari með sigur af hólmi. Fram – KA (Föstudagur 19.00) / Sigurvegari: Fram Lokaleikur umferðarinnar fer fram í Úlfarsársdal á föstudagskvöldið. KA byrjað tímabilið virkilega vel og Andri Snær er að byggja upp mikla liðsheild fyrir norðan. Í Úlfarsársdalnum hefur allt gengið á afturfótunum en þeir fengu Þorstein Gauta til sín í síðustu viku sem gerir heilmikið fyrir Fram. Ég held að þeir hristi sig saman og vinni þennan leik og fari high flying í evrópukeppnina í næstu viku. Coolbet bíður 1.75 í stuðul á Fram sigur. 5.umferð (3.réttir) Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.