wStjarnan (Sigurður Ástgeirsson)
5.umferðin í Olís-deild kvenna lauk á fimmtudagskvöldið þegar liðin á botni deildarinnar, Selfoss og Stjarnan áttust við í spennuþrungnum leik á Selfossi. Mikil spenna var allt til enda og það var síðan Ída Bjarklind Magnúsdóttir sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Selfoss nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Staða liðanna og leikurinn sjálfur var til umræðu í nýjasta þætti Handkastsins. ,,Þvílíkur sigur og maður sá það eftir leikinn, þetta var eins og þær hefðu verið að verða Íslandsmeistarar, þær fögnuðu gríðarlega. Á sama tímas settust Stjörnustelpur í gólfið og lágu þar eins og þetta væri bara búið. Þetta hefur verið helvíti þungur róður fyrir bæði lið en það léttist aðeins fyrir Selfyssinga eftir þennan sigur,” sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins. ,,Ég held að það sé virkilega þungt fyrir Stjörnustelpu að ná ekki að landa þessum sigri. Þetta gefur Selfoss liðinu mjög mikið. Ég held að höggið fyrir Stjörnuna sé gríðarlegt,” sagði Einar Ingi Hrafnsson sem var gestur í þættinum. Arnar Daði bætti við að honum hafi fundist vera jafnteflislykt af þessum leik allt til enda. ,,Þegar Selfoss loksins skoraði þá skoraði Stjarnan, þegar Stjarnan klikkaði þá klikkaði Selfoss í næstu sókn. Þetta leitaði í jafnteflið og það leit þannig út þegar 10 sekúndur voru eftir þegar ekkert var að gerast.” Arnar Daði velti því fyrir sér hversu jöfn Olís-deildin væri og þegar kemur að lok tímabils, sama hvort Stjarnan, Selfoss eða eitthvað annað lið fellur hvort það væri eitt sterkasta lið deildarinnar sem myndi falla. ,,Segjum að Stjarnan falli eins og staðan er í deildinni akkúrat núna, þetta er sennilega eitt sterkasta lið sem myndi falla úr Olís-deildinni,” sagði Arnar Daði og rökstuddi mál sitt með því að fara aðeins yfir leikmannahóp Stjörnunnar. ,,Stjarnan er með tvo frambærilega markmenn, tvo erlenda leikmenn, Eva Björk er fyrrum atvinnumaður, þær eru með unglingalandsliðsstelpur bæði á línunni og í hægra horninu. Þær sækja Söru Katrínu frá Haukum, Tinna Sigurrós sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið þegar hún hefur verið heil. Þetta er alls ekkert katastrófulið sem er með litla reynslu úr Olís-deildinni.” Einar Ingi var sammála þessu og segir það líta út fyrir það að Stjarnan sé að leggja mikið í kvennaliðið. ,,Stjarnan virðist vera að leggja í þetta og Stjarnan vill vera í efstu deild og byggja þetta upp skref fyrir skref. Þetta yrði sennilega besta liðið sem hefur fallið, ef þær falla.” Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.