Stymmi spáir í spilin: 7. umferð Olís deild karla

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 7.umferð fari í Olís deild karla.

Selfoss – FH (Mánudagur 19:00) / Sigurvegari: FH

Fyrsti leikur umferðinnar fer fram á mánudegi vegna Evrópuþáttöku FH-inga. FH misstu niður 8 marka forskot gegn Þór niður í jafntefli í síðustu umferð meðan Selfoss tapaði á heimavelli gegn Stjörnunni. FH hlýtur að klæja að komast aftur á völlinn og leiðrétta þetta hrun sem átti sér stað gegn Þór. Ég held þeir fari með sigur inn í evrópuverkefnið og vinni Selfoss í hörku leik.

KA– Valur (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Valur

Liðin eru hlið við hlið í töflunni bæði með 8 stig og nánast jafna markatölu. KA hafa litið frábærlega út í vetur og Valsmenn eru að koma úr flottri frammistöðu gegn Aftureldingu. Bjarni Ófeigur mun þurfa að eiga stórleik til að KA eigi séns en ég tel að reynsla og gæði Valsara muni tryggja þeim stigin 2 í KA heimilinu á sunnudaginn.

Þór – HK (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Þór

Þórsarar eru búnir að hóta sigri síðan í 1.umferð meðan það hefur heldur betur kviknað á HK eftir að Skólphreinsun Ásgeirs fór heim til þeirra. Eftir 3 sigurleiki hjá HK í röð munu þeir lenda í Þórsurum á heimavelli og fara tómhentir frá Akureyri í þetta skiptið. Nikolia verður á eldi í markinu og tryggir Þór stiginn 2.

Haukar – Stjarnan (Föstudagur 19:30) / Sigurvegari: Haukar

Haukar eru heitasta liðið í deildinni eftir tap Aftureldingar gegn Val í síðustu umferð. Aron Rafn verður sennilega ennþá að golfa en það kom ekki á sök í Eyjum um helgina og kemur ekki að sök þetta kvöld á Ásvöllum. Hauka sigur á mig þarna.

Fram – ÍR (Föstudagur 19:30) / Sigurvegari: Fram

Hver hefði trúað því fyrir tímabil að þetta væri do or die leikur fyrir bæði lið í 7.umferð? Ekki ég allavegna. Fram eru í evrópuleik gegn Porto á þriðjudagskvöldið en einhverra hluta vegna held ég að fókusinn hjá Einari Jóns sé meira við þennan leik. Must win leikur fyrir bæði lið en ég held að Íslands og Bikarmeistararnir vinni langþráðan sigur á föstudaginn.

Afturelding – ÍBV (Laugardagur 15.00) / Sigurvegari: Afturelding

Þessi lið mættust í bikarkeppninni fyrir rúmri viku síðan þegar sem ÍBV virtist hafa svör við öllu sem Afturelding gerði. Afturelding snéri þó taflinu við í síðari hálfleik og sló Eyjamenn úr bikarnum og þeir virkuðu vankaðir gegn Haukum á sunnudaginn. Afturelding heldur uppteknum hætti og vinnur Eyjamenn sem munu sakna Daníels Þórs mikið bæði varnar og sóknarlega í þessum leik.

6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top