Alfreð Gísla hefur valið leikmennina sem mæta Íslandi
SVEN HOPPE / dpa Picture-Alliance via AFP)

Tim Freihöfer - Füchse Berlin (SVEN HOPPE / dpa Picture-Alliance via AFP)

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þjóðverja hefur valið þá 18 leikmenn sem munu ferðast til München 27. október.

Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum hjá Alfreði þeir Tom Kiesler hjá Gummersbach og Lasse Ludwig markvörður Fuchse Berlín. Tom Kiesler hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í vörn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og segist Alfreð spenntur að kynnast honum betur.

Þýskalandsliðið mun spila tvo æfingaleiki gegn Íslandi í Þýskalandi, fimmtudaginn 30. október klukkan PSD Bank Nürnberg Arena og loks sunnudaginn 2. nóvember í SAP Garden München.

„Ég hlakka til þess að hitta strákana og er spenntur fyrir þessum hópi," sagði Alfreð Gíslason á vefsíðu þýska handknattleikssambandsins.

,,Þetta er fyrsta og síðasta verkefnið áður en við byrjum að undirbúa okkur fyrir Evrópumótið. Leikirnir tveir gegn Íslandi verða mjög mikilvægir," sagði Alfreð.

Á EM 2026 er Þýskaland í riðli með Spánverjum, Austurríki og Serbíu en liðið leikur í Herning í Danmörku.

Markverðir:
Andreas Wolff (THW Kiel)
David Späth (Rhein-Neckar Löwen)
Lasse Ludwig (Füchse Berlin)

Útileikmenn:
Tim Freihöfer (Füchse Berlín)
Lukas Mertens (SC Magdeburg)
Miro Schluroff (VfL Gummersbach)
Marko Grgic (SG Flensburg-Handewitt)
Juri Knorr (Aalborg Handball)
Julian Köster (VfL Gummersbach)
Nils Lichtlein (Füchse Berlín)
Renars Hannovercins (TSKgVDH)
Renars Hannovercins (TSKGV) Leipzig)
Lukas Zerbe (THW Kiel)
Mathis Häseler (VfL Gummersbach)
Tom Kiesler (VfL Gummersbach)
Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt)
Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf)
Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen).

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top