Hljómar eins og meðvirkur þáttastjórnandi en Stjarnan voru ágætir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ólafur Brim Stefánsson, Adam Haukur Baumruk (Sævar Jónasson)

Haukar unnu fjögurra marka sigur á Stjörnunni á heimavelli í 7.umferð Olís-deildar karla á fimmtudagskvöldið 34-30.

Haukar voru 17-11 yfir í hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Rætt var um leikinn í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari var spurður hvort þessi úrslit höfðu komið honum á óvart.

,,Þessi úrslit komu mér ekki á óvart, sérstaklega þegar ég horfði á leikskýrsluna fyrir leik. Þar sá ég að leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð, Hans Jörgen Ólafsson hann var vant við látinn. Þá var Stjarnan með eina rétthenta skyttu og Haukar á sama tíma á góðu róli,” sagði Stymmi en Stjarnan er að spila á fáum leikmönnum um þessar mundir vegna meiðsla lykilmanna.

,,Aron Rafn var á sama tíma kominn til baka eftir golfferð. Hann var kominn aftur í hópinn en Haukarnir þurftu hinsvegar ekki að nota hann í leiknum,” bætti Stymmi við.

Haukar fóru á topp deildarinnar með sigrinum en Stjarnan situr í 5.sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.

,,Maður sá bara muninn á þessum liðum í gær. Maður hljómar eins og meðvirkur þáttastjórnandi en Stjarnan voru ágætir í þessum leik. Haukarnir voru á sama tíma svolítið flatir og hægir en þeir gerðu nóg. Þessi sigur vannst í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust sex mörkum yfir og Haukarnir káluðu Stjörnunni í hraðarupphlaupum eftir tæknifeila hjá Stjörnunni. Þetta er munurinn á liðunum í dag,” sagði Stymmi að lokum áður en gestur þáttarins, Kristinn Björgúlfsson tók til máls.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top