Sandra Erlingsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í lið ÍBV þegar liðið vann ótrúlega mikilvægan leik gegn bikarmeisturum Hauka í 5.umferð Olís-deildar kvenna í síðustu viku, 18-20. Með sigrinum jafnaði ÍBV topplið Vals að stigum og eru nú með þremur stigum fleiri en Haukar sem spáð var í harðri baráttu við Val um deildarmeistaratitilinn. Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var tekið fyrir frábært mark frá Söndru sem sýndi þar leikskilning sinn og stal boltanum á ótrúlegan hátt á miðjum vellinum og keyrði upp í hraðarupphlaup og skoraði framhjá Söru Sif Helgadóttur samherja sínum í íslenska landsliðinu. Sandra skoraði sjö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Markið má sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.