wFramFram (Kristinn Steinn Traustason)
Fram 2 fékk nágranna sína í Aftureldingu í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild kvenna. Athygli vakti á leikskýrslunni að Andrés og Örn Ingi eru alltaf að stækka hópinn hjá UMFA með nýjum nöfnum. Meðal annars Áslaug Ýr komin í markið og Kolbrún Arna sem var í Fjölni í fyrra. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
UMFA var yfir í hálfleik 13-18 eftir góðan fyrri hálfleik hjá þeim. Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði.
Þær sigldu þessu sannfærandi og örugglega heim 27-34.
Afturelding byrjaði mótið hægt en er að sækja í sig veðrið hægt og rólega.
Susan Ines Gamboa átti frábæran leik og setti 11 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 12 boltum.
Sara Rún Gísladóttir og Arna Sif Jónsdóttir voru í algjörum sérflokki hjá Fram 2. Sara Rún skoraði 8 mörk og Arna Sif klukkaði 14 bolta.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.