Skoraði 10 mörk komin 15 vikur á leið

b47e170c-d197-48d4-a3e8-041e226cf393 (

Sólveig Ása Brynjarsdóttir er búin að leika sinn síðasta leik fyrir Fjölni í Grill 66 deild kvenna í bili. Hún ber barn undir belti.

Þetta kom fram á Facebook síðu Fjölnis nú í morgun. Þar segir einnig að hún hafi skorað 10 mörk á móti FH í Kaplakrika í byrjun tímabils og var hún þá komin 15 vikur á leið. Var það jafnframt hennar síðasti leikur áður en hún tók sér kærkomna pásu. Líklega ekki oft áður sem leikmaður hér á landi hefur átt þessa frammistöðu komin þetta langt á leið og hvað þá bara að vera að spila yfirhöfuð gengin næstum 4 mánuði með barn.

Handkastið óskar Sólveigu Ásu til hamingju með þessi gleðilegu tíðindi og óskar henni alls hins besta í því sem framundan er.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top