Tölur sem maður heyrir nánast aldrei lengurar
Kristinn Steinn Traustason)

Arnór Máni Daðason (Kristinn Steinn Traustason)

Arnór Máni Daðason var gjörsamlega frábær í marki Fram í sigri liðsins á ÍR í 7.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku. 

Arnór Máni varði hvorki fleiri né færri en 22 skot í leiknum og var með rúmlega 40% markvörslu. Hann hjálpaði sínu liði að innbyrða fyrsta sigurinn í fimm leikjum í deildinni.

Farið var yfir frammistöðu Arnórs Mána í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans en Fram fer í Kórinn á morgun og mætir þar HK í 8.umferð Olís-deildar karla.

,,Hann var frábær. Auðvitað mörg af þessum skotum ekkert upp í vinklana en það þarf svo sannarlega að vera fyrir þessu. Hann fær fjöldann allan af skotum á sig en hann var stórkostlegur í þessum leik. Hann ver 22 skot, það eru einhverjar tölur sem maður heyrir nánast aldrei lengur,” sagði Vignir Stefánsson sérfræðingur Handboltahallarinnar.

Einar Ingi Hrafnsson tók undir og sagði að Arnór Máni hafi dregið viljann úr ÍR-ingum með sinni frammistöðu.

,,Breki Hrafn hefur verið að byrja í markinu hjá Fram í undanförnum leikjum. Arnór Máni hefur kannski verið eitthvað pirraður, ég veit það ekki,” sagði Einar Ingi.

Umræðuna um Arnór Mána í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top