Gerir ráð fyrir að ljúka ferlinum í Ungverjalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Veronica Kristiansen (Attila KISBENEDEK / AFP)

Eftir farsælan feril bæði í Danmörku og Ungverjalandi hefur Veronica Kristiansen framtíðarplan um það hvenær handboltaskórnir fari á hilluna.

Veronica Kristiansen sem er 35 ára gömul og lék áður hjá Herning‑Ikast, spilar nú fyrir ungverska félagið Győri Audi ETO KC í Ungverjalandi. Kristiansen ætlar að ljúka ferlinum hjá Győri þegar samningur hennar rennur út árið 2027 með möguleika á framlengingu í eitt ár.

„Ég held að áætlunin verði að við flytjum heim til Noregs sumarið 2027. Ég vil ljúka ferlinum í Győr,“ segir Kristjánsen í hlaðvarpinu Kommentatorbua. Hún gerir ekki ráð fyrir því að spila í Noregi lokaárin á ferlinum.

Veronica er einn reynslu mesti leikmaður norska landsliðsins en hún á að baki 192 landsleiki og hefur unnnið nánast allt sem hægt er að vinna með bæði landsliðinu og félagsliðum.

Hún hefur leikið með Győri Audi ETO KC í Ungverjalandi frá árinu 2018.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top