Hannes Jón Jónsson (Harald Dostal / AFP)
Handboltaskóli Framtíðarinnar hefur ákveðið að blása til sóknar og bjóða upp á viku námskeið í Austurríki, nánar tiltekið í bænum Hard. Biðlisti er kominn á námskeiðið hjá stelpunum og örfá sæti eru laus hjá strákunum. Um er að ræða frábæra fermingar, afmælis og jafnvel jólagjöf. Handkastið gefur lesendum sínum 10.000 kr. afslátt á námskeiðið með afsláttarkóðanum: handkastid en kóðinn gildir til 30.október. Skráning fer fram hér. Er handboltanámskeiðið ætlað strákum og stelpum fædd árin 2010-2012. Handboltaskóli Framtíðarinnar í Hard í Austurríki fer fram dagana 13.-20.júlí 2026. Námskeiðið kostar 229.990 kr. og er allt innifalið: Flug, hótelgisting, rúta til og frá flugvelli, fullt fæði, handboltaþjálfun á heimsmælikvarða, styrktaræfingar, fyrirlestrar, videogreining, bolur merktur skólanum, aðgangur í sund meðal annars. Þjálfarar á námskeiðinu verða: Hannes Jón Jónsson - Þjálfari Alpla Hard Arnar Daði Arnarsson - Yfirþjálfari Handboltaskóla Framtíðarinnar Fannar Þorbjörnsson - Fyrrum atvinnumaður og þjálfari Gísli Guðmundsson - Markmannsþjálfari Harpa Jóhannsdóttir – Styrktarþjálfari Bærinn Hard stendur við Bodensee alveg við þýsku og svissnesku landamærin, áin Acke skilur að Hard og Bregenz, en í báðum þessum nágrannabæjarfélögum ríkir mikil handboltahefð. Hótelið sem hópurinn mun gista á stendur inná íþróttasvæði félagsins, þar sem allar æfingar munu fara fram. Þá er 3 mínútna gangur niður að baðaðstöðunni við vatnið, þar sem hægt er að leigja báta, Paddelbord, Kajaka nú eða bara stinga sér til sunds. Hard er veðurparadís sem stendur í miðju Rínardalsins með útsýni annarsvegar til austurísku og svissnesku alpanna og hins vegar útá hinn margrómaða Bodensee. Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið þar sem unnið verður í litlum hópum í einstaklings- og tækniæfingum auk þess sem styrktaræfingar verða undir handleiðslu styrktarþjálfara. Markmannsþjálfun verður í höndum Gísla Guðmundssonar markmannsþjálfara. Æft verður við einu bestu aðstæður í Evrópu í íþróttahöllinni í Hard þeirri sömu ogAlpla Hc Hard sem er austurrískt úrvalsdeildarlið æfir og spilar leiki sína. Þar er Hannes Jón Jónsson þjálfari og þeir Tumi Steinn Rúnarsson og Tryggvi Garðar Jónsson leika með liðinu.Stærstu félög í Evrópu koma til Hard á sumrin og undirbúa sig fyrir tímabilin. Meðal félaga sem hafa komið til Hard síðustu sumur eru Kiel, Leipzig, Lemgo og fleiri félög. Fararstjórn í höndum: Hannesar Jóns Jónssonar og Hörpu Jóhannsdóttur. Allar upplýsingar um handboltanámskeiðið í Hard í Austurríki veitir: Arnar Daði Arnarsson eigandi Handboltaskóla Framtíðarinnar. GSM: 846-2134Netfang:[email protected] Afsláttarkóði: handkastid veitir 10.000 krónu afslátt af staðfestingargjaldinu sem ekki er hægt að fá endurgreitt. Athugið að afslátturinn gildir bara á strákanámskeiðið því það er kominn biðlisti hjá stelpunum. Afsláttarkóðinn gildir 30.október.
Aðalsteinn Eyjólfsson - Þjálfari Víkings
Eins og fyrr segir: Þá kostar námskeiðið 229.990 kr. og er allt innifalið

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.