Íslenska landsliðið fer á mót í París fyrir EM
Kristinn Steinn Traustason)

Janus Daði Smárason (Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska karlalandsliðið er um þessar mundir við æfingar í Þýskalandi þar sem fyrsti undirbúningur liðsins fyrir EM sem fram fer í janúar er í gangi.

Framundan eru tveir æfingaleikir gegn Þjóðverjum í Þýskalandi á fimmtudag og sunnudag áður en leikmenn landsliðsins halda aftur til sinna félagsliða.

Íslenska landsliðið kemur svo aftur saman strax eftir áramót þegar lokaundirbúningur hefst fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en riðill Íslands fer fram í Kristianstad í Svíþjóð.

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska landsliðsins staðfesti í samtali við Handkastið að lokaundirbúningur landsliðsins fari fram í Frakklandi í janúar þar sem liðið tekur þátt í fjögurra þjóða æfingamóti.

Ísland leikur þar gegn Slóveníu 9.janúar og mætir síðan annað hvort Frakklandi eða Austurríki 11.janúar en sigurvegarar úr fyrri viðureign mótsins mætast á meðan þær þjóðir sem töpuðu fyrri leiknum mætast.

Fer mótið fram í París í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Ítalíu 16.janúar klukkan 17:00. 18. janúar mætir liðið síðan Póllandi og loks 20. janúar mætir liðið Ungverjalandi í lokaleik riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top