GYOR (Attila KISBENEDEK / AFP)
Handknattleikssambönd Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar hafa krafist þess að Alþjóða handknattleikssambandið, IHF breyti reglugerðum sínum um stuttbuxur kvenna á stórmótum landsliða. Helsta ástæða breytingarinnar er sú að núverandi reglur kveða á um að annað sets landsliðs á stórmóti skuli klætt í hvítum eða ljósum stuttbuxum. Í frétt sem NRK birti í síðustu viku segir að danska handknattleikssambandið hafi lengi viljað losna við hvítu stuttbuxurnar og nú er þrýstingurinn á IHF aukinn enn frekar. Danska handknattleikssambandið hefur tekið höndum saman við sænska og norska sambandið og sent bréf til Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar er krafist sérstakrar reglugerðarbreytingar um sex vikum fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta. „Í hverjum leik skal eitt lið klæðast ljósum keppnisbúningi og hitt liðið dökkum keppnisbúningi. Litir og hönnun búninga liðanna tveggja verða að vera greinilega ólíkir,“ segir í grein 2.4.3. „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil að þær geti litið vel út, en þar sem við erum konur og fáum blæðingar mánaðarlega, finnst mér ekki gaman að spila í hvítum stuttbuxum,“ sagði landsliðskona Umræður um hvítar stuttbuxur kvenna í íþróttum hafa staðið yfir árum saman. Fjöldi þjóða og félaga í mismunandi íþróttum hafa hlustað á raddir íþróttakvenna. En í handboltanum er enn langt í land. Kristiansen, sem er komin aftur í fulla keppni eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar, upplifir þetta daglega á eigin skinni. Ungverska félagslið hennar, Györ, sem síðasta árið lék í grænum búningi bæði að ofan og neðan hefur nú fyrir nýju leiktíðina skipt út grænu stuttbuxunum fyrir hvítar sem hluta af aðalbúningi sínum. „Við höfum sagt að við viljum ekki spila í hvítum stuttbuxum, en það hefur ekki gerst mikið meira í þeim málum,“segir hún vonsvikin í viðtali við NRK. „Vandamálið er að stelpurnar finna fyrir miklu óöryggi vegna þessa, og þegar leikmaður er á blæðingum er þetta eðlilega nokkuð sem er truflandi. Við höfum lengi viljað breyta þessu, en nú höfum við lagt fram formlega beiðni um það,“ sagði Mette Vestergaard, varaformaður danska handknattleikssambandsins og fyrrverandi landsliðskona Dana í handknattleik í samtali við TV2Sport og bætir við að mótmælin hafa ekki verið tekin alvarlega. „Fyrir mig persónulega finnst mér þetta bæði vandræðalegt og óþægilegt, og tíðahringurinn er eitthvað sem maður hefur enga stjórn á. Þannig að burt með hvítu stuttbuxurnar, vinsamlegast,“ segir hún. Kvennalið Vals í handknattleik sem leikur í hvítum stuttbuxum við sinn aðalbúning, skipti yfir í dökkbláar stuttbuxur fyrir nokkrum leiktíðum. Sú breyting varði ekki lengi og leikur kvennalið Vals í hvítum stuttbuxum í dag. Fyrirliði norska landsliðsins, Henny Reistad tekur undir með samherja sínum í norska landsliðinu. „Ég er heldur ekki mikill aðdáandi hvítra stuttbuxna, svo ef þetta er eitthvað sem leikmenn vilja ekki, ætti að hlusta á það – því þetta getur verið mjög óþægilegt,“ segir Reistad. NRK reyndi að ná sambandi við ungverska félagið Györ, en fékk engin svör. „Regla sem krefst þess að lið séu með ljósar stuttbuxur er að okkar mati kvenfjandsamleg,“ segir Randi Gustad, forseti norska handknattleikssambandsins. Hún bætir við að allar þær sem hún hafi spilað handbolta með hafi hatað þetta, sérstaklega í ljósi þess að þær fá blæðingar einu sinni í mánuði. „Óöryggið sem fylgir því að hafa áhyggjur af því hvort maður blæði í gegnum búninginn eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í íþróttum,“ segir Gustad. Samkvæmt reglubók Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) er skýrt tekið fram að öll lið þurfi að vera með eitt sett af dökkum stuttbuxum og eitt sett af ljósum. Á meðan norska kvennalandsliðið hefur í mörg ár spilað í heilbláum búningum — annaðhvort hvítur bolur og dökkar stuttbuxur eða rauður bolur og bláar stuttbuxur hafa Danir átt erfiðara með þetta, þar sem fánalitir þeirra eru rauður og hvítur. Þegar Danir mættu Noreg á Ólympíuleikunum í fyrra var danska liðið neydd til að klæðast hvítum stuttbuxum. Þær voru afar ósáttar við það. „Við höfum tilvik sem sýna fram á þetta vandamál, meðal annars frá nýafstöðnum Ólympíuleikum,“skrifar Torsten Laen, forseti danska handknattleikssambandsins, í bréfi til forystufólks IHF. Hann hefur meðal annars látið fylgja með ljósmyndir sem staðfesta málið.
Noregs til margra ára, Veronica Kristiansen í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina NRK.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.