Haukur Þrastar meiddur – Andri Rúnars kemur inn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már Rúnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson, leikmaður Erlangen í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska hópinn. Hann kemur inn fyrir Hauk Þrastarson en hann meiddist í leik gærdagsins gegn Þýskalandi.

Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun 42-31 í æfingaleik gegn Þýskalandi í Nurnberg í gærkvöldi en þjóðirnar mætast aftur á sunnudaginn.

Andri kemur til móts við hópinn í dag en framunan er undirbúningur fyrir seinni æfingaleikinn gegn Þýskalandi. Sá leikur fer fram á sunnudag klukkan 16:30 í Munchen og er í beinni útsendingu á RÚV.

Haukur Þrastarson virtist hafa meiðst aftan í læri í leiknum í gær en hann var kominn með klaka á vafning á lærið undir lok leiks á varamannabekk Íslands.

Það kom mörgum á óvart að Andri Már hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir þetta verkefni en nú er hann kominn í hópinn.

Haukur er annar leikmaður landsliðsins sem meiðist í landsliðsverkefninu en Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Kolstad meiddist aftan í læri á æfingu liðsins fyrr í vikunni og þurfti að draga sig úr hópnum. Teitur Örn Einarsson kom inn í hópinn í hans stað.

Handkastið gerði upp leik Íslands og Þýskalands í hlaðvarpsþætti sínum í morgun. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top