Mikilvægi Theu er áhyggjuefni fyrir Val
(Baldur Þorgilsson)

Thea Imani Sturludóttir ((Baldur Þorgilsson)

Heil umferðin í Olís-deild kvenna fer fram í dag þegar 7.umferðin verður leikin. Í síðustu umferð mættust toppliðin Valur og ÍBV í hörkuleik sem Valur hafði betur í á heimavelli.

Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans var farið yfir þann leik og var athyglin beind að Theu Imani Sturludóttur sem er að koma til baka í lið Vals eftir meiðsli í upphafi tímabils.

Þar ræddi Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur í Handboltahöllinni um mikilvægi Theu í liði Vals bæði varnar og sóknarlega. 

Umræðuna í Handboltahöllinni er hægt að sjá hér að neðan.

Leikir dagsins í 7.umferðinni:
14:00 ÍR - Haukar
14:30 Valur - Selfoss
15:00 Fram - ÍBV
15:30 Stjarnan - KA/Þór

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top