Vigdís Arna Hjartardóttir wStjarnanStjarnan (Sævar Jónsson)
Eins og lesendur Handkastsins vita þá hætti Patrekur Jóhannesson með kvennalið Stjörnunnar í síðustu viku. Handkastið setti saman lista yfir líklega arftaka Patreks á föstudaginn sem finna má hér. Staða Stjörnunnar var rædd í síðasta þætti Handkastsins þar sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Víkings og Einar Örn Jónsson voru gestir. Aðalsteinn taldi sig vera með svarið fyrir kvennalið Stjörnunnar. ,,Ég hugsa að lausnin sé Arnar Daði Arnarsson. Stjarnan þarf og verður að setja hann í þetta hlutverk núna. Ef hann er tilbúinn í það yrði það frábær lausn fyrir Stjörnuna, bæði útaf hans þekkingu og eldmóði. Ég held það sé ekki til maður með meiri eldmóð fyrir handbolta heldur en Arnar Daði." Einar Örn Jónsson tók undir með Aðalsteini. ,,Arnar Daði sýndi það úti á Nesi þegar hann var með Gróttu að hann kann vel að vinna með leikmannahópa sem eru ekki í besta standinu þegar hann tekur við þeim." Arnar Daði er í dag aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar og hefur samkvæmt heimildum Handkastsins verið boðið starfið. Hann er einnig eins og flestir vita ritstjóri Handkastsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.