Silje Brons Petersen (Robert ATANASOVSKI / AFP)
Hin þrítuga Silje Brøns Petersen leikmaður þýska landsliðsins og BSV Sachsen Zwickau í þýsku úrvalsdeildinni tekur þátt í dönsku útgáfunni af þáttunum The Bachelor. Silje Petersen sem er fædd í Danmörku er með þýskt vegabréf og hefur leikið með þýska landsliðinu skipti yfir til Zwickau í sumar eftir að hafa leikið leik Álaborg HK undanfarin ár. Hún segir það hafa verið erfitt að stíga það skref að vera persónuleg en hún hafi valið að fara í The Bachelor til að eignast kærasta. ,,Ég þurfti að sýna tilfinningar og tala um þær. Ég er vön að vera handoltakonan Silje, og því þurfti ég að sýna mun persónulegri hlið á mér,” sagði Silje í samtali við Sport Bild. Þættirnir eru sýndir á TV2 Play í Danmörku en þar er henni lýst á þennan hátt: ,,Hún hefur verið einhleyp í tíu ár og er nú að leita að manni sem hún getur stofnað fjölskyldu með. Silje elskar að vera virk og fara í langar gönguferðir með hundinn sinn.” Silje tekur það fram að einbeiting hennar sé að verkefninu með Zwickau. Þó svo að þættirnir séu að hefja göngu sína í sjónvarpinu þá eru tökurnar á þáttunum lokið en þær fóru fram í sumar. Silje lék sinn fyrta landsleik fyrir Þýskaland árið 2021. Hún lék á HM 2021 og EM 2022.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.