Þýski hópurinn sem mætir Íslandi á HM tilkynntur
Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)

Xenia Smits (Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)

Markus Gaugisch þjálfari kvennalandsliðs Þýskalands hefur valið 17 leikmenn sem taka þátt á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok mánaðarins.

Fyrsti leikur Þýskalands sem leikur á heimavelli verður gegn íslenska landsliðinu í Porsche-Arena í Stuttgart miðvikudaginn 26. nóvember. Með þjóðunum í riðli eru einnig Úrúgvæ og Serbía.

Þýska landsliðið kemur saman til fyrstu æfingar í Schaffhausen í Sviss mánudaginn 17. nóvember.

Gera má ráð fyrir því að Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands tilkynni sinn lokahóp í vikunni ekkert hefur þó verið opinbert í þeim málum ennþá.

Tíu af sautján leikmönnum þýska hópsins leika í heimalandinu þar af eru tveir leikmenn í toppliði Blomberg-Lippe sem Valur mætir í forkeppni Evrópudeildarinnar næstu helgi.

Þýski hópurinn sem Markus Gaugissh valdi er eftirfarandi:

Markverðir:
Katharina Filter, Team Esbjerg
Sarah Wachter, Borussia Dortmund

Aðrir leikmenn:
Jenny Behrend, VfL Oldenburg
Nina Engel, HSG Bensheim/Auerbach Flames
Julia Maidhof, Ramnicu Valcea
Viola Leuchter, Odense Håndbold
Alina Grijseels, Borussia Dortmund
Annika Lott, Brest Bretagne
Mareike Thomaier, HSG Bensheim-Auerbach Flames
Xenia Smits, HB Metz
Emily Vogel, FTC (Ferencváros TC)
Aimée von Pereirn, København Håndbold
Nieke Kühne, HSG Blomberg-Lippe
Antje Döll, Sport-Union Neckarsulm
Alexia Hauf, HSG Blomberg-Lippe
Lisa Antl, Borussia Dortmund
Jolina Huhnstock, Buxtehuder SV

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top