Erlendar fréttir: Skara með sigur í Íslendingaslag
Egill Bjarni Friðjónsson)

Óðinn Þór Ríkharðsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu og þá sérstaklega Íslendingarnir okkar erlendis.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 6.nóvember

21:35: Skara með sigur í Íslendingaslag

Íslendingafélagið Skara vann góðan útisigur á Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í kvöld, lokatölur urðu 25-34 fyrir gestina. Berta Rut Harðardóttir komst ekki á blað fyrir Kristianstad en hún klikkaði á eina vítinu sem hún tók og fékk einu sinni brottvísun. Hjá Skara skoraði Aldís Ásta Heimisdóttir þrjú mörk úr sex skotum og gaf tvær stoðsendingar á meðan Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr einu skoti og gaf eina stoðsendingu.

Erlendar fréttir: Miðvikudaginn 5.nóvember

22:15: Sigurganga Óðins heldur áfram

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk í kvöld þegar lið hans Kadetten hélt sigurgöngu sinni áfram í svissnesku deildinni þegar liðið vann Kriens 35-32.

Kadetten eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga eftir 12 umferðir.

Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 4.nóvember:

21:05: Illa farið með Kristján Örn og félaga í Danmörku

Kristján Örn Kristjánsson og liðsfélagar hans í Skanderborg fengu rækilega á baukinn þegar þeir mættu í heimsókn til Nordsjælland, lokatölur urðu 39-28 fyrir heimamenn sem eru vægast sagt óvænt úrslit en heimamenn voru næst neðstir fyrir leik kvöldsins á meðan Skanderborg gat komist upp í annað sæti deildarinnar. Kristján Örn átti frekar dapran dag en hann skoraði eitt mark úr þremur skotum og gaf eina stoðsendingu.

21:00: Sigur hjá Úlfari Páli Monsa og félögum

ÚIfar Páll Monsi Þórðarson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt RK Alkaloid þegar þeir unnu stórsigur á HC Struga, 44-27 í efstu deild í Norður Makedóníu í kvöld.

Erlendar fréttir: Sunnudaginn 2.nóvember:

16:45: Skara sló út Sävehof í Íslendingaslag

Skara komst áfram í undanúrslit sænska bikarsins kvenna megin þegar liðið vann góðan fimm marka sigur á Sävehof en fyrri leikur liðanna lauk með jafntefli. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk fyrir gestina en því miður dugði það ekki til. Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir komust ekki á blað fyrir heimakonur.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 1.nóvember:

21:15: Berta Rut skoraði eitt mark

Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark í níu marka sigri Kristianstad á Ystads í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum sænska bikarsins. Ystads vann fyrri leikinn með einu marki svo Berta Rut er komin áfram í undanúrslit.

21:00: Sigur hjá Íslendingunum í Blomberg-Lippe

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann Göppingen á útivelli í kvöld 33-23, eftir að hafa aðeins verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð sem er á toppi deildarinnar. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk. Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði eitt.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top