Lilja missir af HM vegna meiðsla
(Baldur Þorgilsson)

Lilja Ágústsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Lilja Ágústsdóttir vinstri hornamaður Vals missir af sínu öðru stórmóti í röð. Þetta staðfesti hún í samtali við Handkastið. 

Lilja sagði á dögunum ætla gera allt sem hún gæti til að vera klár fyrir HM sem framundan er í lok mánaðarins en gera má ráð fyrir því að Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands tilkynni lokahópinn í dag eða á morgun.

Lilja reif liðþófa í evrópuleik Vals í upphafi tímabils en stefndi á að reyna spila með rifinn liðþófa og fara síðan í aðgerð eftir HM ef hún yrði valinn. Bakslag kom hinsvegar upp á æfingu með Valsliðinu í vikunni þar sem hún fékk slink á hnéð.

Lilja sagði í samtali við Handkastið að hún hafi í kjölfarið þurft að draga sig úr hópi leikmanna sem Arnar Pétursson hafði áður valið sem líklega leikmenn fyrir HM. 

Lilja lék aðeins örfáar mínútur í sigri Vals á Haukum í 8.umferð Olís-deildar kvenna í gærkvöldi. Hún stefnir á að fara í aðgerð strax í næstu viku og vera klár í Olís-deildina strax eftir áramót.


Er þetta mikið áfall fyrir Lilju sem eins og fyrr segir er að missa af sínu öðru stórmóti í röð en hún var frá vegna meiðsla á ökkla þegar EM fór fram á síðasta ári.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top