Ólafur tryggði stig fyrir ÍR
Egill Bjarni Friðjónsson)

Jökull Blöndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

ÍR tók á móti ÍBV í Skógarseli í fyrsta leik 9.umferðar Olís deildar karla í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á því að leiða. Það var einnig talsverður hiti í leikmönnum beggja liða en alls fengu þrír leikmenn að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Þeir Nathan Doku Helgi Asare og Nökkvi Blær Hafþórsson fengu rauða spjaldið hjá ÍR en Ísak Rafnsson fékk að líta rauða spjaldið hjá ÍBV.

Staðan í hálfleik var 18-19 ÍBV í vil.

Síðari hálfleikurinn var gífurlega spennandi eins og fyrri hálfleikurinn og náðu ÍR-ingar þriggja marka forskoti þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður. Eyjamenn náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var allt jafnt, 32-32.

Lokamínúturnar var allt stál í stál og fengu ÍR tækifæri til þess að komast marki yfir en þá steig  Bernard Kristján á línuna og ÍBV fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn þegar 20 sekúndur voru eftir. Gabríel Martinez fékk frábært færi þegar.5 sekúndur voru eftir en Ólafur Rafn Gíslason markvörður ÍR varði frábærlega frá honum og tryggði ÍR stigið í kvöld.

Baldur Fritz Bjarnson var stórkostlegur í kvöld fyrir ÍR og skoraði 13 mörk og hjá ÍBV voru Andri Erlingsson og Sveinn José Rivera markahæstir með 7 mörk.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top