Elín Klara Þorkelsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)
Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur tilkynnt 16 manna HM hóp sinn sem leikur fyrir Íslandshönd á HM í Þýskalandi í lok mánaðarins. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn heimakonum í Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mætir Ísland, Serbíu og 30. nóvember verður leikið við Úrúgvæ. Ísland er ríkjandi Forsetabikarsmeistarar frá því á HM 2023. Liðið kemur saman til æfinga hér heima mánudaginn 16 nóvember. Á leið sinni til Þýskalandsspilar liðið æfingaleik við Færeyjar í Færeyjum laugardaginn 22. nóvember. Íslenski hópurinn sem var tilkynntur nú rétt í þessu og er eftirfarandi: Markverðir: Útileikmenn:
Hafdís Renötudóttir, Valur
Sara Sif Helgadóttir, Haukar
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elísa Elíasdóttir, Valur
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR
Lovísa Thompson, Valur
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Thea Imani Sturludóttir, Valur
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.