Fannst brotin jaðra við rauð spjöld

Katrín Tinna Jensdóttir 2 (

Strákarnir í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans fóru yfir tvö keimlík brot í leik ÍR og Hauka í 7.umferð Olís-deildar kvenna um síðustu helgi. ÍR unnu leikinn með fjórum mörkum 30-26. 

Vignir Stefánsson gestur þáttarins fannst bæði lið hafa sloppið við rauð spjöld í brotunum báðum en dómarnir ákváðu að dæma tvær mínútur fyrir bæði brotin.

,,Við höfum aðeins séð tekið á þessu sérstaklega þegar farið í skotmanninn í loftinu. Maður hefur oft heyrt um afleiðingu brots og það er oft dæmt eftir því. Mér fannst allt í lagi að minnast á þetta. Mér finnst jaðra við að það sé hægt að gefa rautt spjald. En fyrst þeir gáfu bara tvær mínútur í fyrra brotinu þá verða þeir að gefa aftur tvær mínútur í seinna brotinu. En mér finnst þetta alveg á mörkunum,” sagði Vignir.

ÍR mætir Stjörnunni í lokaleik 8.umferðarinnar í Olís-deild kvenna í Skógarselinu í dag klukkan 15:00.

Brotin tvö og umræðuna um brotin má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top