Leik ÍBV og KA/Þórs frestað til morguns
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Leik ÍBV og KA/Þórs í 8.umferð Olís deildar kvenna sem fara átti fram i dag í Vestmannaeyjum hefur verið frestað til morguns.

Norðanliðið ætlaði sér að fljúga frá Akureyri til Vestmannaeyja en nú er ljóst að ekki verður flogið.

Mun KA/Þór því leggja af stað með rútu fyrir hádegi í dag og ferðast til Vestmannaeyja síðar í dag.

Gert er ráð fyrir því að leikurinn fari fram á morgun. Því fer einn leikur fram í Olís deild kvenna í dag þegar ÍR tekur á móti botnliði Stjörnunnar klukkan 15:00.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top