Áhyggjuefni að vera ekki með fleiri vinstri hornamenn
Andrea Kareth / APA-PictureDesk via AFP)

Sanna Solberg Isaksen (Andrea Kareth / APA-PictureDesk via AFP)

Í síðustu viku kynnti landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Noregs, Ole Gustav Gjekstad þá 18 leikmenn sem valdar voru til þess að keppa fyrir hönd Noregs á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok mánaðarins. Fyrsti leikur Noregs verður gegn Suður-Kóreu 27.nóvember.

Norski handboltasérfræðingurinn Bent Svele hefur áhyggjur af stöðu vinstri hornamanns hjá norska landsliðinu en Ole Gustav Gjekstad valdi einungis einn vinstri hornamanninn í hópinn. Emilie Hovden vinstri hornamaður Gyori í Ungverjalandi er eini vinstri hornamaðurinn í hópnum.

,,Mér finnst það ógnvekjandi að við höfum ekki fleiri leikmenn til að velja úr í þeirri stöðu,“ sagði Bent Svele við Dagbladet og bætti við:

,,Í mörg ár höfum við verið með Camilla Herrem og Sanna Solberg-Isaksen, og svo var Kristin Venn greinileg númer þrjú en hún er meidd. Sú staðreynd að við höfum ekki fleiri leikmenn á bak við þær finnst mér áhyggjuefni.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top