wHaukar ((Kristinn Steinn Traustason)
Costa Del Sol Malaga og Haukar mættust í leik sem var að ljúka og eru Hauka stúlkur úr leik en þetta voru 32-liða úrslit Evrópubikarsins. Leikurinn endaði með 27-19 sigri Malaga en fyrri leikurinn endaði 36-18. Staðan í hálfleik var 14-12 Málaga í vil en spænska liðið náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en Haukastelpur áttu góðan endasprett undir lok fyrri hálfleiksins. Haukar náðu minnst að minnka muninn í eitt mark í byrjun seinni hálfleiks. Síðustu mínútur leiksins voru síðan eign Málaga sem uppskar að lokum átta marka sigur, 27-19. Þær unnu því einvígið samanlagt 63-37. Þess má til gamans geta að Valur vann Málaga á leið sinni að Evrópubikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Atkvæðamestar hjá Haukum í dag voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir en hún skoraði 10 mörk í dag. Alexandra Líf Arnarsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir komu á eftir Jóhönnu báðar með þrjú mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.