Elín Rósa Magnúsdóttir - Blomberg Lippe (Frank Hoermann / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Eitt Íslendingalið var í pottinum er dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þýska liðið Blomberg-Lippe sem sló út Val um síðustu helgi var í pottinum. Með liðinu leika þrjár íslenskar landsliðsstelpur þær, Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. Þær þrjár eru allar í HM hópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem hefst næstkomandi miðvikudag. Blomberg-Lippe sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar var í styrkleika tvö þegar dregið var enduðu í riðli með, danska félaginu Nykobing Falster, MOL Esztergom frá Ungverjalandi og Chambray Touraine frá Frakklandi. Þýska liðið, Thuringer eru ríkjandi meistarar í Evrópudeildinni eru í A-riðli, Blomberg-Lippe enduðu í 3.sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Riðlakeppnin hefst 10. janúar. Riðlarnir eru eftirfarandi: Riðill A:
Thuringer
Motherson Mosonmagyarovari
Minaur Baia Mare
Larvik
Riðill B:
Nykobing
Blomberg Lippe
MOL Esztergom
Chambery Touraine
Riðill C:
Tertnes Bergen
Rapid Bucuresti
Lokomotiva Zagreb
Oldenburg
Riðill D:
Corona Brasov
Viborg
Bourgogne Dijon
MKS Zaglebie Lubin

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.