Hún er glerhörð með bein í nefinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sólveig Jónsdóttir (HSÍ)

HSÍ tilkynnti fyrr í vikunni að sambandið væri búið að ráða inn nýjan framkvæmdastjóra sem tekur við af Róberti Geir Gíslasyni sem lætur af störfum í áramótin.

Nýr framkvæmdastjóri HSÍ er Sólveig Jónsdóttir sem var í tíu ár framkvæmdastjóri fimleikasambandsins. Fjallað var um ráðninguna í nýjasta þætti Handkastsins enda hefur verið mikið rætt um Róbert Geir í Handkastinu frá fyrsta degi og það verður engin breyting þar á, þó svo að nýr að sé kominn nýr aðili í brúnni.

,,Þetta er okkar andlegi leiðtogi. Ég þekki hana ekki en hún kemur úr fimleikasambandinu. Ég hef vitað af henni lengi, hún var vinkona vinkvenna minna sem voru lengi í fimleikunum í Stjörnunni á mínum yngri árum,” sagði Styrmir Sigurðsson í Handkastinu og hélt áfram:

,,Það er gaman að það sé búið að tilkynna þetta og það sé kominn nýr framkvæmdastjóri. Það litla sem ég þekki af henni og hef fengið staðfest úr öðrum áttum er að hún er glerhörð. Unglinga Styrmir var skíthræddur við hana. Hún er með bein í nefinu og það verður gaman að sjá hvernig henni tekst til. Við munum veita henni gott og mikilvægt aðhald hér í Handkastinu eins og við erum þekktir fyrir.”

,,Styrmir Sigurðsson var hræddur við hana og er mögulega ennþá.”

Frekari umræðu um nýjan framkvæmastjóra HSÍ er hægt að hlusta á í nýjasta þætti Handkastsins en umræðan hófst strax í upphafi þáttarins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top