Guðmundur Þórður Guðmundsson (Johan NILSSON / TT NEWS AGENCY / AFP)
Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum hjá Fredericia í september síðastliðnum. Guðmundur er í fríi á Íslandi og settist niður með Aroni Guðmundssyni blaðamanni á Vísi á dögunum. Guðmundur segist njóta þess að vera heima á Íslandi í fríi en hann hafði starfað erlendis síðan 2009. Hann hefur komið hingað heim í kringum jól og yfir sumartímann en fríin hafi alltaf verið mislöng og erfitt að skipuleggja gott frí í kringum atvinnuna erlendis. Guðmundur liggur núna undir feld með næstu skref á ferlinum og útilokar ekki að það gæti verið eitthvað allt annað en handboltaþjálfun sem tæki við. Hann vill ekki útloka neitt en segir að neistinn fyrir handboltaþjálfun sé ennþá til staðar en hann gæti vel hugsað sér að taka við einhverju landsliði í framtíðinni því þá gæfist meiri möguleiki að vera heima á Íslandi, nær fjölskyldunni. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.