Serbía (Flaviu Buboi / NurPhoto via AFP)
Heimsmeistaramót kvenna sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu verður gegn gestgjöfunum í Þýskalandi í Porsche-Arena í Stuttgart á miðvikudaginn klukkan 17:00. Auk Þýskalands eru Ísland í riðli með Serbíu og Úrúgvæ en Þýskaland vann sinn æfingaleik fyrir HM um helgina er liðið sigraði Sviss með þremur mörkum 35-32. Engar upplýsingar eru um æfingaleiki Úrúgvæ í aðdraganda mótsins. Ísland mætir Serbíu í öðrum leik sínum á mótinu á föstudagskvöldið klukkan 19:30. Serbía tók þátt í fjögurra þjóða æfingamóti í Noregi um helgina og tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. Lokaleikur liðsins var gegn Evrópumeisturum Noregs sem unnu stórsigur á Serbum í dag 38-19 í lokaumferðinni. Áður höfðu Serbía tapað gegn Spáni með tveimur mörkum 27-29 og Ungverjalandi 29-25. Noregur vann alla sína leiki á mótinu. Ísland lék einn æfingaleik fyrir heimsmeistaramótinu er þær unnu Færeyjar í Færeyjum á laugardagskvöldið 28-25.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.