Katrine Lunde (Attila KISBENEDEK / AFP)
Heimsmeistaramót kvenna sem hefst á miðvikudaginn þegar Stelpurnar okkar mæta Þjóðverjum í opnunarleik mótsins í Porsche-Arena í Stuttgart verður síðasta stórmót markvarðar norska landsliðsins, Katrine Lunde. Katrine Lund sem er einn allra besti og sigursælasti markvörður sögunnar tilkynnti þessa ákvörðun sína á Instagram fyrir helgi. Lunde sem er 45 ára gömul á ótrúlegan feril að baki bæði með norska kvennalandsliðinu og með sínum félagsliðum á ferlinum. Lunde hefur unnið 12 sinnum gullverðlaun á stórmótum með norska landsliðinu og sjö sinnum hefur Lunde unnið Meistaradeild Evrópu. Alls hefur hún unnið hátt í þrjátíu gullverðlaun á ferlinum auk einstaklingsverðlauna fyrir frammistöður sínar á stórmótum. Óvíst er hvað tekur við hjá Lunde eftir áramótin en samningur hennar við Rauðu Stjörnuna í Serbíu sem hún gerði í september rennur út um áramótin. Lunde hefur gefið það út að henni langar að klára þetta tímabil með félagsliði. Katrine Lunde hefur leikið hátt í 400 landsleiki fyrir Noreg en hún lék með Vipers í heimalandi sínu frá 2017 til janúar á þessu ári en þá fór Vipers á hausinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.